Séra Óskar skipaður í Hrunaprestakalli

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Óskar Hafstein Óskarsson, prest á Selfossi, í embætti sóknarprests í Hrunaprestakalli.

Frestur til að sækja um embættið rann út 5. ágúst síðastliðinn og sóttu tíu manns um starfið.

Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu fulltrúar prestakallsins ásamt prófasti.

Embættið veitist frá 1. september næstkomandi.

Í prestakallinu eru fjórar sóknir, Hrepphólasókn, Hrunasókn, Ólafsvallasókn og Stóra-Núpssókn. Sex kirkjur eru í prestakallinu; Hrepphólakirkja, Hrunakirkja, Ólafsvallakirkja, Stóra-Núpskirkja og Tungufellskirkja auk kirkjunnar við Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal.

Fyrri greinÁrborg lokaði sumrinu með sigri
Næsta greinFeðgar dæmdu fótboltaleik