Séra Þorvaldur Karl í Selfosskirkju

Sr. Þorvaldur Karl Helgason, fyrrverandi biskupsritari, hefur verið settur sóknarprestur í Selfossprestakalli í vetur. Hann mun því starfa við hlið héraðsprestsins sr. Axels Árnasonar Njarðvík fram á næsta sumar.

Þá munu tveir nýir prestar hafa verið valdir til þjóna prestakallinu að loknu umsóknarferli. Auglýst verður eftir sóknarpresti og presti fljótlega á nýju ári og mun þeir taka við embættum 1. september 2015.

Séra Þorvaldur Karl hefur sinnt sérverkefnum á vegum kirkjunnar síðustu ár, jafnframt því að vera sviðsstjóri þjónustusviðs á Biskupsstofu. Hann var sóknarprestur Njarðvíkurprestakalls og forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Fyrri greinGáfu sjúkraflutningum nýtt hjartahnoðtæki
Næsta greinGuðni fjallar um ættir Árnesinga