Sér ekki út úr augum á Klaustri

Sandstormur hefur verið á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni í rokinu í dag og skyggnið ákaflega lítið á köflum.

Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að ekki sé víst að um ösku sé að ræða enda sé hún sennilega að mestu frosin um þessar mundir uppi á hálendinu.

Líklegra sé að um sé að ræða leir- og moldarryk úr nágrenninu enda hafi verið mjög þurrt að undanförnu.

Frá því um hádegi hefur vindhraðinn á Kirkjubæjarklaustri verið 17-20 m/s og allt að 26 m í hviðum. Á Klaustri mun hlýna með kvöldinu og slydda eða snjóa á tímabili.

Fyrri greinNemendur sýndu kennurum óvæntan stuðning
Næsta greinAvocado súkkulaðimús