Sendu sæði í hátt í 19 þúsund ær

Sauðfjársæðingastöð Suðurlands sendi frá sér sæði í 18.440 ær á þriggja vikna tímabili í desember. Miðað við 70% nýtingu má reikna með að rétt tæplega 13 þúsund ær hafi verið sæddar.

Þetta er heldur minna en í fyrra og munar þar um 500 ám.

Sigurvegari vertíðarinnar ef hægt er að orða það svo er Hergill 08-870 frá Laxárdal í Þistilfirði en úr honum var sent út sæði í 1.715 ær. Skammt á hæla honum kom Borði 08-838 frá Hesti í Borgarfirði með útsendingu í 1.700 ær og ekki langt undan var Sokki 07-835 frá Brúnastöðum í Fljótum með sæði í 1.685 ær. Af kollóttu hrútunum var mest sent út úr Stera 07-855 frá Árbæ í Reykhólasveit eða í 1.400 ær.

Pöntun úr einstökum hrútum var óvenju jöfn og nánast undantekningarlaust tókst að sinn pöntunum. Í heildina gekk sæðistaka mjög vel að því er fram kemur á vef Búnaðarsambands Suðurlands.