Sendir kominn upp í Eyjum

Suðurland FM hefur nú lokið uppsetningu á sendi í Klifinu í Vestmannaeyjum.

Eyjamenn ættu því að ná útsendingum stöðvarinnar í gegnum venjuleg útvarpstæki á tíðninni fm 93,3 en ekki eingöngu á netinu eins og áður var.

“Það er von okkar að Eyjamenn taki virkan þátt í stefnumótun stöðvarinnar með stækkandi útsendingarsvæði og hafi fyrst og fremst gaman af sunnlensku útvarpi,” sagði Einar Björnsson, útvarpsstjóri, í samtali við sunnlenska.is.