Sendikraftur Kanans eykst

Á milli jóla og nýárs var aðalsendir Kanans FM100,5 hækkaður upp um nokkra tugi metra á Bláfjallasvæðinu þar sem hann er staðsettur.

Sendirinn stendur núna á einum hæsta punkti Bláfjalla og eftir breytingar þá næst Kaninn FM100.5 enn betur um allt suðvesturland, frá Snæfellsnesi í vestri að Eyjafjallajökli í austri.

„Á sama tíma var sendiaflið tvöfaldað þannig að sendingar Kanans FM100.5 nást nú ekki aðeins á stærra svæði heldur einnig mun betur þar sem hann náðist fyrir breytingar. Viðbrögð hlustenda hafa verið mjög góð og ekki síst á Suðurlandi,“ sagði Einar Bárðarson, útvarpsstjóri, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinHross aflífað eftir ákeyrslu
Næsta greinÞykkvibær verður þéttbýli á ný