Sendiherra Indlands heimsótti Selfoss

Ashok Das, sendiherra Indlands á Íslandi, dvaldi ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi skömmu fyrir jól.

Liður í heimsókninni var heimsókn til Sveitarfélagsins Árborgar, þar sem Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, tók á móti honum og kynnti honum sveitarfélagið og málefni því tengd.