Selur í Affallinu

Selur var kominn um fimmtán kílómetra upp ána Affall, í Austur-Landeyjum á dögunum. Veiðimenn sáu hann nálægt sleppitjörn skammt frá Kanastöðum, ofarlega á veiðisvæðum árinnar.

Augljóst var að selurinn hafði áhrif á fiskinn í ánni, því veiðimenn urðu ekki varir frekar við fisk á svæðinu þann daginn.

Skotveiðimenn voru hinsvegar fengnir til að ná selnum og náðist hann nokkru neðar í ánni, fáeinum klukkustundum síðar.