Seljalandsfoss fær viðurkenningu frá TripAdvisor

Seljalandsfoss hefur hlotið viðurkenningu frá ferðamálavefnum TripAdvisor sem einn af þeim ferðamannastöðum í heiminum sem fær stöðugt góðar athugasemdir inni á vef þeirra.

Á vef Rangárþings eystra segir að þetta sé flott viðurkenning sem að sannar að þegar vel er gert á ferðamannastöðum þá er eftir því tekið.

TripAdvisor er einn af stærstu ferðamiðlum heims með yfir 100 milljón notendur. Á síðunni gefa ferðalangar stöðum, afþreyingu, hótelum og fleira einkunn sem aðrir ferðamenn geta svo nýtt sér.

Síða Seljalandsfoss á vef TripAdvisor

Fyrri greinÁrborg og Stokkseyri töpuðu
Næsta greinHana stolið á Eyrarbakka