Selja skóla fyrir uppbyggingu Kirkjuhvols

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að selja Seljalandsskóla undir Eyjafjöllum og íbúðarhús honum tengdum. Söluhagnaðinum verður varið í uppbyggingu Kirkjuhvols.

„Ástæðan er að þessi mannvirki hafa ekki verið notuð í áraraðir og við viljum gjarnan koma lífi í þau á ný,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri. Í hluta húsnæðisins var um tíma reynt að hafa dagvistun, en það gekk ekki upp að sögn Ísólfs Gylfa, en að öðru leyti hafi húsnæðið staðið autt.

Hann segir talsvert um fyrirspurnir varðandi húsnæðið og sveitarfélagið hafi keypt hlut ríkisins í húsunum. Hinsvegar á eftir að afmarka lóðirnar. Íbúðarhlutinn er parhús með bílskúrum og í þeim er búið um þessar mundir.

„Við höfum samþykkt að söluhagnaður af húsunum renni til áframhaldandi uppbyggingu á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli,“ segir Ísólfur Gylfi .

Fyrri greinÖlfus hlaut Orðsporið 2015
Næsta greinEngar varnir í Iðu