Selja gömlu löggustöðina

Héraðsnefnd Árnesinga sem á húsnæðið við Hrísholt 8 á Selfossi hefur ákveðið að selja húsið á almennum markaði. Nefndin á húsið í félagið við Sveitarfélagið Árborg.

Ætlunin er að nota söluandvirði hússins til þess að bæta eiginfjárstöðu héraðsnefndarinnar og verður tekin afstaða til ráðstöfunar þess á fundi nefndarinnar næsta vor.

Starfsemi er í húsinu en þar hafa t.d. AA samtökin aðstöðu. Fram til ársins 1990 gegndi húsið meðal annars hlutverki lögreglustöðvar.

Fyrri greinVilja ekki hótelbyggingu við Heimaland
Næsta greinFSu þarf að vinna rest – og treysta á ÍR