Selfyssingur formaður Fáks

Selfyssingurinn Valgerður Sveinsdóttir var á mánudag kjörin formaður Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Valgerður er fyrsta konan sem gegn embættinu hjá þessu elsta hestamannafélagi landsins.

Í viðtali við pressan.is segir Valgerður að fyrstu verkefni hennar séu tengd skipulagningu Landsmóts hestamanna sem fram fer í Reykjavík árið 2012. Sem kunnugt er hafa miklar deilur sprottið innan hreyfingar hestamanna vegna vals á Landsmótsstaðnum.

„Já, ég vona að þeirri umræðu sé að mestu lokið. Ég veit að margir hefðu viljað hafa mótið á sínu heimasvæði en það eru spennandi möguleikar hér í Reykjavík,“ segir Valgerður í viðtalinu á pressan.is

Fyrri greinRænulausir Selfyssingar rönkuðu við sér í seinni hálfleik
Næsta greinNafnasamkeppni á Geopark