Selfyssingarnir í Biobú með nýja vörulínu

Það eru tímamót hjá lífræna framleiðslufyrirtækinu Biobú ehf. Í júní verða 20 ár síðan lífræn jógúrt kom fyrst á markað með þremur tegundum. Margt hefur runnið til sjávar síðan þá og má nefna skyr, osta, gríska jógúrt, kjöt og nú fleiri bragðtegundir í fleiri einingum af grískri jógúrt.

Biobú fjárfesti í annarri pökkunarvél sem gerir þeim kleift að pakka grískri jógúrt í fleiri einingar, 200 gr og 500 gr. Yfirstjórnendur fyrirtækisins eru systkini frá Selfossi, þau Helgi Rafn, Sverrir Örn og Ása Hlín Gunnarsbörn.

Nú hefur ný vörulína af lífrænni grískri jógúrt frá Biobú litið dagsins ljós og fæst í öllum helstu matvöruverslunum um land allt. Lífræna gríska jógúrtin fæst í 200 g og 500 g einingum í fjórum bragðtegundum, þar af eru tvær nýjar bragðtegundir, vanillu og peru & hunang ásamt hreinni og kókos sem hafa fest sig í sessi í daglegri rútínu margra landsmanna.

„Við erum mjög ángæð með nýju vörulínuna og frábært að geta aukið úrvalið af þessari góðu vöru sem gríska jógúrtin okkar er. Gaman að geta leyft fleirum að smakka það sem við höfum verið að þróa í marga mánuði,“ sagði Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, í samtali við sunnlenska.is.

Helgi Rafn og Sverrir Örn Gunnarssynir í Biobú.
Fyrri greinRafmagnaður endurkomusigur Hamars
Næsta greinStokkseyri upp í 5. deild