Selfyssingar segja sig úr óeirðalögreglunni

Í ljósi kjaralegrar stöðu og niðurstöðu gerðadóms hafa lögreglumenn á Selfossi, sem tilheyrt hafa mannfjöldastjórnunarhópi embættisins, tekið þá ákvörðun að segja sig úr hópnum.

Í tilkynningu frá hópnum segir að þessi úrsögn nái til allra lögreglumanna innan hópsins, níu að tölu, sem og varamanna. Með þessum úrsögnum vilja lögreglumenn andmæla niðurstöðu gerðadóms og mótmæla sinnuleysi stjórnvalda í garð lögreglumanna á Íslandi.