Selfyssingar læsi bílum sínum

Aðfaranótt 25. ágúst sl. var farið inn í bifreið við Hellishóla á Selfossi og stolið þaðan Garmin GPS tæki og einhverjum fjármunum.

Sömu nótt var farið í fleiri bíla í nágrenninu og rótað þar en litlu stolið. Lögreglan hvetur fólk til að geyma ekki verðmæti í bifreiðum sínum og til að læsa þeim þannig þegar þær eru yfirgefnar.

Fyrri greinBensínlaus og villtur á fjöllum
Næsta greinDúndurfréttir hefja tónleikaröð Hvítahússins