Selfossveitur skila góðum hagnaði

Selfossveitur voru reknar með 37,2 milljón króna afgangi í fyrra. Er þetta með svipuðu móti og undanfarin ár. Þetta kemur fram í ársreikningum félagsins sem kynntur var fyrir framkvæmda- og veitustjórn Árborgar í síðustu viku.

Þar kemur fram að eignir veitanna hljóða alls upp á rúma 1,2 milljarða króna og heildarskuldir í lok síðasta árs reyndust 717 milljónir.

Því er eigið fé rúmar 514 milljónir og svokallað eiginfjárhlutfall 42 prósent.