Selfossbíó fær vínveitingaleyfi

Sel­foss­bíó hef­ur fengið leyfi fyr­ir sölu áfeng­is og munu því gest­ir bráðlega geta sötrað kald­an bjór með kvik­mynd­inni, seg­ir í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Tveir af­greiðslu­kass­ar eru í bíó­inu og mun ann­ar þeirra vera með dælu fyr­ir bjór, en einnig verður hvít­vín og rauðvín í boði. Síðan verður „happy hour“ þar sem áfengi verður á sér­stök­um til­boðum með sýn­ing­um.

Axel Ingi Viðars­son, eig­andi Sel­foss­bíós, seg­ir gesti oft hafa spurt sig hvort vín standi til boða með sýn­ing­um og hafi hann því ákveðið að slá til.

Axel tel­ur að eldra fólk sé lík­legra til að kaupa áfengi með sýn­ing­um en yngra fólk. „Ég hefði getað selt mjög mikið af víni og bjór á sýn­ing­un­um á Hrútum. Þar voru nán­ast all­ir gest­ir 40 ára og eldri,“ segir Axel í samtali við Morgunblaðið.

Leyfið gild­ir til kl. 23:00 virka daga, en til kl. 01:00 aðfaranótt laug­ar­dags, sunnu­dags eða al­menns frí­dags.

Frétt Morgunblaðsins

Fyrri greinVíðir sinnir almannvörnum á Suðurlandi
Næsta greinBjór með bensíninu á Olís