Selfoss tapaði í Grafarvogi

Selfoss laut í lægra haldi gegn Fjölni í stórleik umferðarinnar í 1. deild karla í handbolta í kvöld.

Liðin mættust í Grafarvogi og þar höfðu Fjölnismenn betur, 29-21, en heimamenn voru mun sterkari í síðari hálfleik. Staðan í leikhléi var 10-10.

Þetta er annað tap Selfyssinga í deildinni en liðið er með fjögur stig að loknum fjórum leikjum.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 5 mörk, Andri Már Sveinsson skoraði 4, Guðjón Ágústson, Elvar Örn Jónsson og Hergeir Grímsson skoruðu allir 2 mörk og þeir Árni Geir Hilmarsson, Árni Guðmundsson, Örn Þrastarsson og Magnús Öder Einarsson skoruðu allir 1 mark.

Fyrri greinHæstiréttur staðfesti lögbann á innheimtu
Næsta greinBerglög í Efri-Laugardælaeyju rannsökuð