Selfoss mætir Njarðvík í bikarnum

Selfyssingar mæta 2. deildarliði Njarðvíkur á heimavelli í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ, en dregið var í hádeginu í dag.

Öll liðin í Pepsi-deild karla kepptu ekki í fyrstu tveimur umferðunum og fóru beint í 32-liða.

Leikið verður 6. og 7. júní. Ákvörðun verður tekin síðar um hvorn daginn leikur Selfoss og Njarðvíkur verður.

Önnur sunnlensk lið féllu úr keppni í fyrstu umferðunum.