Selfoss á meðal hundrað bestu í Evrópu

Lið Selfoss er í fyrsta sinn á lista yfir 100 bestu kvennaknattspyrnulið í Evrópu samkvæmt nýjum styrkleikalista sem vefurinn spelare12.com hefur gefið út.

Selfoss er í 94. sæti, fyrir neðan Werder Bremen í Þýskalandi og Metz í Frakklandi.

Evrópumeistarar Frankfurt eru í toppsætinu og þýsku meistararnir Bayern München, sem Dagný Brynjarsdóttir lék með í vetur, eru í 2. sæti.

Avaldsnes í Noregi, lið Hólmfríðar Magnúsdóttir, hækkar um tíu sæti og er í 32. sæti listans.

Stjarnan og Breiðablik eru efst íslensku liðanna á listanum, í 53. og 54. sæti. Þór/KA fellur af listanum eftir að hafa verið í 92. sæti síðast.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Fyrri greinAfmælisveisla á Sólheimum
Næsta greinSýningaropnun í bókasafninu