Selfossþorrablótið í nýjum höndum

Selfossþorrablótið verður haldið laugardaginn 24. janúar næstkomandi í íþróttahúsi Vallaskóla. Kjartan Björnsson mun ekki sjá um blótið í ár eins og hann hefur gert allt frá upphafi.

Þessa dagana eru viðræður í gangi um að Ungmennafélag Selfoss taki við blótshaldinu og samkvæmt heimildum sunnlenska.is eru menn jákvæðir þar á bæ og er vilji beggja aðila til að vinna saman að blótinu.

Fyrri greinHamar steinlá í Hólminum
Næsta greinBókakaffið stækkar