Seldu síma á uppboði fyrir gott málefni

Vodafone bauð upp nýjan Nexus 4 snjallsíma á uppboði í Árvirkjanum á Selfossi í dag. Ágóðinn rann í styrktar- og áfallasjóð sjúkraflutningamanna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Síminn sem um ræðir er nýr af nálinni og ekki kominn í sölu á Íslandi en á uppboðinu var fyrsta eintakið sem berast mun til Íslands nú í desember boðið upp. Tæki sem þetta kostar 100.000 krónur út úr búð en hæstbjóðandi í dag, Jóhann Konráðsson á Selfossi, bauð 40.000 krónur og síminn var hans.

Ágóðinn af uppboðinu rann allur í styrktar- og áfallasjóð sjúkraflutningamanna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en sjúkraflutningamennirnir hafa meðal annars styrkt fjölskyldur langveikra barna á hverjum jólum.

Fyrri greinGunnsteinn R: Unnið af heilindum fyrir alla
Næsta greinAuðvelt hjá Þór í bikarnum