Seldi unglingum áfengi

Seint á föstudagskvöld fóru lögreglumenn á veitingastaði á Selfossi til að kanna með aldur gesta. Á einum staðnum voru fjórir gestir undir aldri og hafði þeim verið selt áfengi.

Á staðnum var á sjöunda tug gesta og fjórir þeirra undir aldri. Enginn dyravörður var á staðnum.

Veitingamaðurinn var kærður og málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Á laugardagskvöld fór lögregla aftur í eftirlit á vínveitingastaði á Selfossi. Í þeirri ferð urðu lögreglumenn ekki varir við annað en að settum reglum væri fylgt.