Selásbyggingar buðu lægst í skrifstofuhús

Laugarvatn. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Selásbyggingar ehf áttu lægsta tilboðið í byggingu skrifstofuhúsnæðis fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. sem rísa á við Hverabraut 6 á Laugarvatni.

Tilboð Selásbygginga hljóðaði upp á tæpar 184 milljónir króna. Fortis ehf bauð 198,7 milljónir í verkið og Þröstur smiður rétt rúmar 200 milljónir króna. Öll tilboðin reyndust vel yfir kostnaðaráætlun verksins, sem er 131,2 milljónir króna.

Um er að ræða 330 fermatra hús á einni hæð og er áætlað að verkinu verði lokið þann 1. október á næsta ári.

Fyrri greinHaukar of stór biti
Næsta greinSelfoss ÍRosa stuði