Sektaður fyrir að rjúfa einangrun

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður sem stöðvaður var í almennu umferðareftirliti á Suðurlandsvegi síðastliðinn miðvikudag reyndist eiga að vera í einangrun vegna virks kórónuveirusmits.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að ökumaðurinn muni eiga von á sekt vegna brots síns.

Í dagbókinni kemur einnig fram að tveir ökumenn voru kærðir í síðustu viku fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur.

Fyrri greinHöttur marði Selfoss í framlengingu
Næsta greinFrestað hjá Hamri í kvöld