Sekta ekki strax fyrir nagladekk

Vel með farið nagladekk. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tími nagladekkjanna er nú liðinn en nagladekk má ekki nota undir bílum frá og með 15. apríl til 31. október, nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að þar á bæ munu laganna þjónar ekki hafa afskipti af ökumönnum vegna nagladekkja fyrr en upp úr næstu mánaðamótum.

Aðstæður séu nú þannig að víða um land sé vetrarfærð og á öðrum stöðum svalt í veðri og hálkuaðstæður geta myndast. Einnig sé að vert minna á að ökumenn bera ábyrgð á því að ökutæki sé rétt búið miðað við aðstæður.

Fyrri greinNý fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi
Næsta greinGlænýr verslunarkjarni á Selfossi opnar í maí