Seinheppinn innbrotsþjófur á Selfossi

Brotist var inn í verslunina Samkaup-Úrval á Selfossi um kl. 22 í gærkvöldi. Innbrotsþjófurinn braut rúðu og fór inn en var svo óheppinn að í versluninn var maður enn að störfum við ræstingar.

RÚV greinir frá þessu.

Innbrotsþjófurinn forðaði sér en starfsmaðurinn hringdi á lögreglu. Enn syrti í álinn fyrir innbrotsþjófinn þegar hún kom á staðinn, því nýsnævi var yfir öllu og slóð hans auðrakin milli verslunarinnar og heimilis hans.

Til að bæta gráu ofan á svart var hann var hann á leið út úr húsi þegar lögregla kom heim til hans og gekk því beint í flasið á laganna vörðum. Hinn seinheppni innbrotsþjófur eyddi nýársnótt í fangageymslu.

Frétt RÚV

Fyrri grein„Allrahanda menning“ veitir 10 milljónir í menningarstyrk
Næsta greinJónas og Ritvélarnar á toppi árslistans