Segja upp samningi við Intrum

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur samþykkt að segja upp samningi sínum við innheimtufyrirtækið Intrum frá og með deginum í dag.

Uppsagnarfresturinn er 6 mánuð­ir sem verður notaður til að ljúka endur­skoðun á þeim innheimtuferlum sem nú standa yfir og til að leita tilboða í milli­inn­heimtu þar sem hagsmunir sveitarfélagsins og íbúa eru hafðir að leiðarljósi, eins og segir í samþykkt hreppsins. Að sögn Ingibjargar Harðar­dóttur sveitastjóra hefur engin ákvörðun verið tekin um fyrirkomulag innheimtumála.

Fyrri greinHeimamenn skoða kaup á Límtré Vírnet
Næsta greinBundið slitlag kemur næsta sumar