Segja engar vanefndir af hálfu leigusala

Eins og fram kom á sunnlenska.is í síðustu viku er samningur milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Skógræktarinnar annars vegar og Veiðifélagsins Hreggnasa ehf um veiði í Fossá og Rauðá úr gildi fallinn vegna þess að ekki hafði verið staðið skil á leigugreiðslum.

Frétt um málið birtist 9. janúar en í annarri frétt sem birtist á sunnlenska.is þann 10. janúar fullyrtu forsvarsmenn Hreggnasa að félagið væri ekki í vanskilum við leigusala.

“Til að staðreyndum sé haldið til haga skal það tekið fram að ekki höfðu verið gerð full skil á leigugreiðslum þegar málið var afgreitt á sveitarstjórnarfundi 7. janúar síðastliðinn. Nokkrum dögum eftir fundinn voru gerð skil,” segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri í samtali við sunnlenska.is.

Kristófer og Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins, vísa því á bug að um vanefndir sé að ræða af hálfu leigusala á 13. grein leigusamningsins varðandi veiðivörslu á svæðinu. “Eins og greint hefur verið frá á fundum sem við höfum átt með forsvarsmanni Hreggnasa höfum við sinnt veiðivörslu með óbeinum hætti. Sú varsla hefur verið í formi þess að starfsmenn Skógræktarinnar í Þjórsárdal hafa fylgst með því hvort veiðiþjófnaður væri stundaður,” segir Kristófer ennfremur.

Fyrri greinÞakkir frá sjúkraflutningamönnum
Næsta greinHelga sýnir í Listagjánni