Sebrasvanur í Mýrdalnum

Sést hefur til sebrasvans (l. zebra cygnus) í Mýrdalnum um helgina. Til hans sást austan við Vík í morgun en Jónas Erlendsson í Fagradal náði mynd af fuglinum í gær.

Sebrasvanir eru afkvæmi svartra svana og hvítra álfta en aðeins er vitað um örfáa slíka svani í heiminum. Þeir halda flestir til á Bretlandseyjum en svanurinn sem sést hefur í Mýrdalnum er líklega flækingsfugl. Hann var í hópi venjulegra álfta þegar Jónas í Fagradal sá hann á flugi sunnan við þjóðveginn í Fagradal.

Þröstur Örn Svansson, ritstjóri síðunnar fuglalif.is, sagði í samtali við sunnlenska.is að um stórmerkilegan viðburð væri að ræða en þetta væri í fyrsta sinn sem sebrasvanur sæist á Íslandi. Fuglaáhugamenn og ljósmyndarar myndu væntanlega flykkjast í Mýrdalinn í dag og freista þess að ná myndum af fuglinum.