Sautján manns í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru sautján manns í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19 og hefur fjölgað um sjö síðan á föstudaginn.

Nú eru 124 í sóttkví, langflestir í Hveragerði eða 88 talsins og þar eru 8 í einangrun. Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Þá eru 199 manns í sóttkví á Suðurlandi eftir skimun á landamærum.

Í gær greindust þrír með kórónuveiruna innanlands og voru allir í sóttkví. Þetta er annan daginn í röð sem allir þeir sem greinast eru í sóttkví.

Fyrri greinLeikskólinn Leikholt flytur að Blesastöðum
Næsta greinMegnið af stolnu flugeldunum fannst