Sautján í einangrun í Þorlákshöfn

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 66 manns í einangrun í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna COVID-19, flestir í Þorlákshöfn. Þá eru 80 manns í sóttkví.

Í Þorlákshöfn eru 17 í einangrun og 26 í sóttkví. Á Selfossi eru 8 í einangrun og 12 í sóttkví og í Hveragerði eru 7 í einangrun og 2 í sóttkví.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Í ljósi hraðrar fjölgunar smita í Þorlákshöfn hefur körfuknattleiksdeild Þórs fellt niður æfingar í dag og á morgun. Staðan verður svo metin í framhaldinu þegar nýjar smittölur liggja fyrir.

Fyrri greinÞórsarar komnir í undanúrslitin
Næsta greinTveir sektaðir fyrir að festa ekki börnin