Sautján fíkniefnamál á Suðurlandi um helgina

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stórir viðburðir sem haldnir voru á Suðurlandi um síðustu helgi gengu vel fyrir sig og segir lögreglan tilefni til að hrósa mótshöldurum fyrir skipulag og gæslu – og gestum almennt fyrir sína framgöngu.

Landsmót hestamanna fór fram á Rangárbökkum í liðinni viku, á Helluflugvelli var flughátíð og á Selfossi var Kótelettan haldin. Margir voru á ferðinni í kring um þessi hátíðahöld og var umferðarþungi mikill.

Verulega var bætt í löggæslu vegna þessara viðburða og meðal aðstoðarliðs var fíkniefnahundur lögreglunnar í Vestmanneyjum. Leiddi þátttaka hans í gæslunni til þess að sautján fíkniefnamál komu upp. Þau varða öll vörslu og neyslu efna, ýmist kannabisefna, amfetamíns eða kókaíns.

Fyrri greinJón ráðinn sveitarstjóri í Rangárþingi ytra
Næsta greinEndurlífguðu stúlku á bílastæðinu við sjúkrahúsið