Sautján fasteignir seldar í september

Sautján kaupsamningum um fasteignir var þinglýst í Árborg, Ölfusi og Hveragerði í september.

Þar af voru þrír samningar um eignir í fjölbýli, ellefu samningar um eignir í sérbýli og þrír samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var 323 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19 milljónir króna.

Meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna þar sem hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.

Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár Íslands