Sautján ára á barnum

Lögreglumenn fóru í eftirlit á skemmtistað á Selfossi aðfaranótt laugardagsins og fundu þar sautján ára pilt að kaupa áfengi.

Þegar pilturinn var spurður um skilríki kom í ljós að hann var sautján ára og mátti því ekki vera í húsinu og því síður var heimilt að selja honum áfengið.

Málið er í rannsókn og verður að henni lokinni sent ákæruvaldi.