Saurmengun mælist í Laugarvatni

Laugarvatn. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Saurmengun hefur mælst í Laugarvatni og er ekki æskilegt að stunda böð eða leiki í Laugarvatni vegna mengunarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláskógabyggð. Ráðgert er að taka sýni að nýju í næstu viku og verður tilkynnt um niðurstöður þeirrar sýnatöku þegar hún liggur fyrir.

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, sagði í samtali við sunnlenska.is að sýni hafi verið tekin á fjórum stöðum og mældist mengun yfir mörkum í þremur þeirra, en ekki í sýni sem tekið var framan við baðstaðinn Laugarvatn Fontana.

Fyrri greinUmhverfismat GeoSalmo staðfest
Næsta greinFyrrverandi alþingiskona ráðin leikskólastjóri í Vík