Sauðfjársæðingarvertíðin hafin

Sauðfjársæðingarvertíðin hófst þann 1. desember og á meðfylgjandi mynd má sjá Svein Sigurmundsson afhenda Jóni Vilmundarsyni í Skeiðháholti fyrsta sæðisskammtinn sem afgreiddur var á þessari vertíð.

Jón pantaði sæði úr hrútunum frá Ytri- Skógum þeim Saumi og Grími.

Á vef Búnaðarsambands Suðurlands kemur fram að því miður hafi ekki gengið alveg nógu vel með alla hrútana og ekki náðist sæði þennan fyrsta dag úr þeim Bósa frá Þóroddstöðum og Burkna frá Mýrum. Þá voru sæðisgæði úr Ofsa frá Ásgarði ekki ásættanleg.

Fyrri greinJólasveinarnir koma á jólatorgið á Selfossi
Næsta greinEining er hollvinur Laugalands