Sauðfé enn á heiðum

Í veðrinu undanfarnar vikur er fátt sem rekur sauðfé til byggða í Mýrdalnum en þar hefur sést nokkuð til kinda inn til heiða.

Þannig hefur sést til fjár í Fellsheiði, Hvítmögu og í Svínatungum.

Heiðarsmölun var erfið í haust útaf veðri, einkum gríðarlegri rigningu.

Að sögn Elínar Einarsdóttur, oddvita Mýrdalshrepps, hafa bændur verið á ferðum inn á heiðarnar til að sækja féð, en auk þess hefur verið samið við björgunarsveitina um liðsinni í þeim efnum.

Fyrri greinHamar reif sig upp eftir bikartapið
Næsta greinStal úr bílum til að fjármagna fíkniefnakaup