Sátu á kviðnum við Högnhöfða

Ljósmynd/Björgunarsveitin Ingunn

Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni var kölluð út í gærkvöldi til þess að aðstoða ferðamenn sem höfðu komist í hann krappann við Högnhöfða í landi Úthlíðar í Biskupstungum.

Þegar komið var á vettvang sat þar lagleg Land Rover bifreið á kviðnum í sandi. Björgunarsveitarmönnum gekk auðveldlega að losa „stöðutákn breska heimsveldisins“, eins og það er orðað í Facebookfærslu sveitarinnar og var ferðamönnunum fylgt niður á malbik.

Fyrri greinÍslensk tónlist til handa sæfarendum og vegfarendum
Næsta greinUnnur Edda ráðin fjármálastjóri Árborgar