Sást síðast í Þorlákshöfn

Art­urs Jan­sons.

Lög­regl­an lýs­ir eft­ir Art­urs Jan­sons, 28 ára karl­manni frá Lett­landi, en síðast sást til hans í Þor­láks­höfn fyrr í dag, 8. nóv­em­ber.

Fyr­ir ligg­ur framsals­beiðni frá yf­ir­völd­um í Lett­landi og einnig staðfest­ing Lands­rétt­ar um að framsal skuli fara fram.

Þau sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um ferðir Art­urs eru beðin um að hafa strax sam­band við lög­reglu í síma 112. Einnig er skorað á hann sjálf­an að gefa sig fram með því að hringja í 112.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að Art­urs sé ekki tal­inn hættu­leg­ur.

Fyrri greinNíu sækja um sviðsstjórastöðu
Næsta greinVinátta í Vallaskóla