SASS stefnir vegna strætó

Stefnur ganga á víxl á milli fyrirtækisins Bíla og fólks efh. og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga vegna deilu þessara aðila í kjölfar útboðs á rekstri áætlunarbíla á sérleiðum um Suðurland og til og frá Reykjavík.

Stefna Bíla og fólks á hendur SASS er tilkomin vegna þeirrar ákvörðunar SASS að taka ekki tilboði sem Bílar og fólk ehf vilja meina að hafi verið lögmætt lægsta tilboð, en þess í stað samið beint við verktaka framhjá útboði.

Nú hefur stjórn SASS ákveðið að leggja fram gagnstefnu gegn fyrirtækinu vegna þess tjóns sem SASS metur að Bílar og fólk hafi valdið fyrirtækinu. Að sögn Gunnars Þorgeirssonar formanns SASS er um að ræða kröfu vegna mismunar á þeim samningi sem gerður var og lægsta tilboðsins, sem dregið var til baka.

Hefur SASS falið Óskari Sigurðssyni lögmanni sínum að fara með málið fyrir dómstólum.

Fyrri greinSelfoss tapaði í hörkuleik
Næsta greinKristinn Þór stórbætti HSK metið