SASS opnar starfsstöð á Hvolsvelli

SASS hefur opnað starfsstöð á Ormsvelli 1 á Hvolsvelli, í sama húsnæði og skipulags- og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins hefur aðsetur.

Þjónusta SASS við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í landshlutanum snýr að ráðgjöf og styrkveitingum á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála. Á því sviði starfa einstaklingar sem hafa aðsetur á Höfn, í Vestmannaeyjum og á Selfossi og nú einnig Hvolsvelli.

Tilkoma starfsstöðvar SASS á Hvolsvelli byggist að hluta til á því að starfsmaður SASS, Þórður Freyr Sigurðsson, er búsettur á Hvolsvelli. Þórður mun því hafa aðsetur þar að hluta en áfram að hluta á Selfossi.

Starfsaðstaðan mun einnig nýtast öðrum starfsmönnum SASS sem allir vinna þvert á landshlutann, í fjölbreyttum verkefnum á sviði atvinnuþróunar og menningarmála.

Fyrri greinHaukar höfðu betur í bleytunni
Næsta greinTíu milljónir í atvinnuátak fyrir ungmenni