SASS fær tíu milljón króna styrk

Mýrdalurinn. Ljósmynd/Sveitarfélagið Suðurland

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hljóta tíu milljón króna styrk frá innviðaráðuneytinu til uppbyggingar við þróun þekkingartengdrar ferðaþjónustu á miðsvæði Suðurlands.

Styrkurinn eru hluti af 130 milljón króna styrkupphæð sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur úthlutað til 12 verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga.

Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun.

Alls bárust 32 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 857 m.kr. fyrir árið 2023.

Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknir og gerði tillögur til ráðherra.

Fyrri greinTaekwondo æfingar hefjast að nýju á Stokkseyri
Næsta greinValdimar loksins á Sviðinu