Sápuþvoðu 130 bíla

Árlegur þjónustudagur Toyota var haldinn hjá Toyota Selfossi í gær. Þar voru Toyotabílar sápuþvegnir og eigendurnir fengu sumarglaðning.

Að venju var góð mæting á þjónustudaginn en leikmenn úr knattspyrnuliði Stokkseyrara sápuþvoðu 130 bíla á meðan eigendur bílanna röðuðu í sig grilluðum pylsum og börnin skemmtu sér í hoppukastala.

Auk þess var sýningarsalur Bílasölu Suðurlands opinn þar sem sjá mátti það nýjasta frá Toyota.