Laugardaginn 23. febrúar halda Samfylkingarfélögin í Árborg, Hveragerði og Ölfusi sameiginlegan fund og verður gestur fundarins Indriði H. Þorláksson.
Mun hann fjalla um ný útkomna skýrslu sem hann og Stefán Ólafsson sömdu fyrir Eflingu stéttarfélag um hvernig leiðrétta má skattakerfið án þess að veikja velferðarkerfið og ber titilinn: Sanngjörn dreifing skattbyrðar.
Fundurinn verður haldinn í Samfylkingarsalnum að Eyravegi 5 á Selfossi og hefst hann kl. 11:00. Allir eru velkomnir og heitt verður á könnuni.