Sandvíkurtjaldurinn mættur

Allar líkur benda til þess að sumarið sé á næsta leiti, a.m.k. í Sandvíkurhreppi, því tjaldapar sem heldur sig í Stóru-Sandvík lenti kl. 18:11 í kvöld.

Þessi hávaðasami vorboði er nokkuð seinna á ferðinni en undanfarin ár en hann hefur oftast mætt á svæðið í kringum 4. apríl. Frændur hans ofan af Selfossi eru löngu komnir og hafa beðið í hópum á bökkum Ölfusár síðan um mánaðarmót.

Opinskátt viðtal við Sandvíkurtjaldinn má hlusta á hér en í viðtalinu lýsir hann m.a. ferðalagi sínu til Íslands frá Bretlandseyjum.