Sandurinn aldrei verið meiri í Landeyjahöfn

„Sand­ur­inn hef­ur aldrei verið eins mik­ill og núna,“ seg­ir Óttar Jóns­son, skip­stjóri dýpk­un­ar­skips­ins Dísu, um ástandið í Land­eyja­höfn. Hann seg­ir mjög erfitt að at­hafna sig á svæðinu.

„Við erum bún­ir að reyna að dæla þarna, það endaði bara með því að við brut­um dælurör og fleira úr skip­inu. Þar er stór­tjón á ferð,“ seg­ir Óttar í Morgunblaðinu í dag en kveðst þó ekki al­veg klár á því hví sand­ur­inn sé eins mik­ill í höfn­inni og raun ber vitni.

„Það er nátt­úr­lega búið að vera gríðarlega slæmt veður á þessu svæði eins og hef­ur reynd­ar verið allstaðar á land­inu. Það er líka búin að vera ofboðsleg öldu­hæð þarna suður und­an síðan í des­em­ber,“ seg­ir hann en þess má geta að Dísa hef­ur verið óvinnu­fær frá því að dælurörið brotnaði.

Fyrri greinHríðarveður til hádegis á Hellisheiði
Næsta greinBjörgvin hafnar ásökunum um fjárdrátt