Sandskaflar á veginum og klæðning farin að losna

Það var snælduvitlaust veður við Óseyrarbrú yfir Ölfusárósa á tímabili í morgun og tilkynnti Vegagerðin að Eyrarbakkavegur við Óseyri væri ófær vegna sandfoks.

Þegar sunnlenska.is skoðaði aðstæður við Óseyrarbrú í hádeginu var veðrið að mestu gengið niður en þó var sandblástur og grjótfok, sérstaklega vestan brúarinnar.

Við vesturendann voru sandskaflar á veginum og austan megin var klæðning byrjuð að losna af veginum við brúarsporðinn.

Nú er greiðfært um allt Suðurland en hvassviðri. Reyndar eru hálkublettir á Hellisheiði. Hálkublettir eru sumstaðar á útvegum og í uppsveitum. Hálka er á efrihluta Landvegar.

Greiðfært er með Suðausturströndinni og hvassviðri.


Klæðningin var farin að flettast af veginum við austurenda Óseyrarbrúar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrri greinFjöldi útkalla hjá björgunarsveitum
Næsta greinBjálkahús splundraðist við Þingvallavatn