Sandrok undir Eyjafjöllum

Sandrok er undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi að sögn Vegagerðarinnar, en aðrir vegir á Suðurlandi eru greiðfærir. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag.

Þá er einnig sandrok á Mýrdalssandi, en annarsstaðar á Suðausturlandi er hálka austan við Höfn en autt þar fyrir vestan.

Herjólfur siglir ekki meira til og frá Landeyjahöfn í dag vegna veðurs. Ferjan leggur af stað til Þorlákshafnar klukkan 15 og til baka til Vestmannaeyja klukkan 19.