Sandra Rún ráðin skólastjóri

Sandra Rún Jónsdóttir.

Sandra Rún Jónsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga. Hún hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi.

Sandra Rún er 26 ára og er með bakkalár gráðu frá Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun auk meistaragráðu frá Barklee Collage of Music. Hún starfar nú sem skóla- og hljómsveitarstjóri hjá Skólahljómsveit Austurbæjar en hefur einnig sinnt tónlistarkennslu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónlistarskólann í Garði auk þess að starfa sem deildarfulltrúi við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Umsækjendur voru átta talsins og voru þeir allir boðaðir í viðtal.

Fyrri greinNafnasamkeppni fyrir nýjan leikskóla á Selfossi
Næsta greinHjáleiðin greiðfær en Rauðholtið stíflað